Memphis hetja Börsunga í naumum sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. ágúst 2021 17:00 Marki fagnað í dag. vísir/getty Börsungar eru enn taplausir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur á Getafe á heimavelli í dag. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn því Sergi Roberto skoraði strax á 2.mínútu eftir undirbúning Jordi Alba. Gestirnir frá Getafe, sem eru án stiga, voru fljótir að svara og jafna metin því Sandro Ramirez skoraði á 18.mínútu eftir undirbúning Carles Alena. Eiga þeir það sameiginlegt að hafa alist upp hjá Barcelona og leikið fyrir aðallið félagsins. Eftir hálftíma leik skilaði hollensk samvinna marki hjá heimamönnum þegar Memphis Depay skoraði eftir undirbúning Frenkie de Jong. Reyndist það sigurmark leiksins þar sem honum lauk 2-1 en Barcelona hefur sjö stig eftir þrjá leiki. Fótbolti Spænski boltinn
Börsungar eru enn taplausir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur á Getafe á heimavelli í dag. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn því Sergi Roberto skoraði strax á 2.mínútu eftir undirbúning Jordi Alba. Gestirnir frá Getafe, sem eru án stiga, voru fljótir að svara og jafna metin því Sandro Ramirez skoraði á 18.mínútu eftir undirbúning Carles Alena. Eiga þeir það sameiginlegt að hafa alist upp hjá Barcelona og leikið fyrir aðallið félagsins. Eftir hálftíma leik skilaði hollensk samvinna marki hjá heimamönnum þegar Memphis Depay skoraði eftir undirbúning Frenkie de Jong. Reyndist það sigurmark leiksins þar sem honum lauk 2-1 en Barcelona hefur sjö stig eftir þrjá leiki.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti