Segir mótlætið hafa styrkt Val en gaf ekkert upp um rútuferðir sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 10:30 Elísa Viðarsdóttir í baráttunni við Jacqueline Altschuld í leiknum þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, segir mótlætið heldur betur hafa styrkt liðið en eftir að tapa stórt á heimavelli gegn þáverandi Íslandsmeisturum Breiðabliks settu Valskonur í fluggírinn og eru verðugir Íslandsmeistarar. Elísa ræddi við Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna um sigur Valskvenna á Íslandsmótinu. Fór hún yfir afhroðið gegn Blikum, rútuferðir Vals og aldursmun sumra leikmanna í Valsliðinu. „Að sjálfsögðu, það er alltaf krafa á Hlíðarenda að vinna titla. Við vorum hundfúlar eftir árið í fyrra og vildum svo sannarlega endurheimta titilinn á Hlíðarenda, sagði Elísa aðspurð hvort þetta hefði alltaf verið markmiðið. „Pétur (Pétursson, þjálfari Vals) sagði við okkur fyrir leikinn gegn Keflavík að hann ætlaði ekki að halda neitt sérstakt partí og væri ekki búinn að plana það. Var búð að plana eitthvað partí,“ spurði Helena kímin. „Ekki að mér vitandi en við bjuggum til gott partí eftir leikinn. Við mættum ótrúlega einbeittar inn í þennan leik. Erum búnar að eiga góðar vikur í aðdraganda leiksins, áttum góða ferð út til Sviss, það þjappaði hópnum enn frekar saman eftir góðan leik gegn Blikum. Við vissum að ef við værum allar á okkar degi þá yrði það sigur í hús.“ Vendipunktur sumarsins Valskonur töpuðu 3-7 á heimavelli gegn Blikum í upphafi móts í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára. Elísa var spurð hvernig liðið hefði byggt sig upp eftir þann leik þar sem það hefur gengið nokkuð vel síðan og liðið orðið Íslandsmeistari nú þegar enn eru tvær umferðir eftir af mótinu. „Ef maður lætur mótlætið styrkja sig er það oftast til góðs. Við létum það – þetta afhroð á heimavelli gegn Breiðabliki - svo sannarlega telja.“ „Eins og þú segir, eftir það var aldrei aftur snúið. Við þéttum hópinn enn frekar og bjuggum til geggjaða liðsheild. Langt síðan maður hefur fundið svona sterka liðsheild. Árið 2019 vorum við kannski með betri einstaklinga en í ár finnst mér við vera með betra lið. Svona fyrst og fremst það sem skilaði okkur Íslandsmeistaratitlinum.“ Hvað gerðist í rútuferðum Vals í sumar? Pétur Pétursson var á því að rútuferðir Valsliðsins hefðu skilað titlinum en vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvernig. „Held það sé bara best að láta Pétur svara fyrir það. Held það sé ekki mitt að vera eitthvað að kjafta því hvað fór þar fram.“ „Hann er fáorður og klókur maður,“ sagði Elísa og hló er Helena benti á að Pétur gæfi aldrei neitt upp. „Það er kannski hægt að segja um þetta lið að við erum ótrúlega breidd, ótrúlegt aldursbil, ótrúlega ólíka einstaklinga. Það tekur tíma að búa til lið úr svona breidd og ólíkum mannskap. Það tók bara smá tíma og við unnum í okkur sem lið. Það svínvirkaði að lokum.“ Aldursbilið á Dóru Maríu Lárusdóttur og Kötlu Tryggvadóttur, sem eru fæddar 1985 og svo 2005, kom upp í kjölfarið. „Okkur finnst þetta náttúrulega bara brandari en það er líka bara skemmtilegt að þetta eru hálfgerðar mömmur þarna inn á milli og börn líka. Það er alveg kúnst að búa til dýnamík og góða stemningu í svona mikilli breidd,“ sagði fyrirliði Vals að lokum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Viðtal við Elísu Viðars, fyrsti hluti Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Elísa ræddi við Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna um sigur Valskvenna á Íslandsmótinu. Fór hún yfir afhroðið gegn Blikum, rútuferðir Vals og aldursmun sumra leikmanna í Valsliðinu. „Að sjálfsögðu, það er alltaf krafa á Hlíðarenda að vinna titla. Við vorum hundfúlar eftir árið í fyrra og vildum svo sannarlega endurheimta titilinn á Hlíðarenda, sagði Elísa aðspurð hvort þetta hefði alltaf verið markmiðið. „Pétur (Pétursson, þjálfari Vals) sagði við okkur fyrir leikinn gegn Keflavík að hann ætlaði ekki að halda neitt sérstakt partí og væri ekki búinn að plana það. Var búð að plana eitthvað partí,“ spurði Helena kímin. „Ekki að mér vitandi en við bjuggum til gott partí eftir leikinn. Við mættum ótrúlega einbeittar inn í þennan leik. Erum búnar að eiga góðar vikur í aðdraganda leiksins, áttum góða ferð út til Sviss, það þjappaði hópnum enn frekar saman eftir góðan leik gegn Blikum. Við vissum að ef við værum allar á okkar degi þá yrði það sigur í hús.“ Vendipunktur sumarsins Valskonur töpuðu 3-7 á heimavelli gegn Blikum í upphafi móts í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára. Elísa var spurð hvernig liðið hefði byggt sig upp eftir þann leik þar sem það hefur gengið nokkuð vel síðan og liðið orðið Íslandsmeistari nú þegar enn eru tvær umferðir eftir af mótinu. „Ef maður lætur mótlætið styrkja sig er það oftast til góðs. Við létum það – þetta afhroð á heimavelli gegn Breiðabliki - svo sannarlega telja.“ „Eins og þú segir, eftir það var aldrei aftur snúið. Við þéttum hópinn enn frekar og bjuggum til geggjaða liðsheild. Langt síðan maður hefur fundið svona sterka liðsheild. Árið 2019 vorum við kannski með betri einstaklinga en í ár finnst mér við vera með betra lið. Svona fyrst og fremst það sem skilaði okkur Íslandsmeistaratitlinum.“ Hvað gerðist í rútuferðum Vals í sumar? Pétur Pétursson var á því að rútuferðir Valsliðsins hefðu skilað titlinum en vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvernig. „Held það sé bara best að láta Pétur svara fyrir það. Held það sé ekki mitt að vera eitthvað að kjafta því hvað fór þar fram.“ „Hann er fáorður og klókur maður,“ sagði Elísa og hló er Helena benti á að Pétur gæfi aldrei neitt upp. „Það er kannski hægt að segja um þetta lið að við erum ótrúlega breidd, ótrúlegt aldursbil, ótrúlega ólíka einstaklinga. Það tekur tíma að búa til lið úr svona breidd og ólíkum mannskap. Það tók bara smá tíma og við unnum í okkur sem lið. Það svínvirkaði að lokum.“ Aldursbilið á Dóru Maríu Lárusdóttur og Kötlu Tryggvadóttur, sem eru fæddar 1985 og svo 2005, kom upp í kjölfarið. „Okkur finnst þetta náttúrulega bara brandari en það er líka bara skemmtilegt að þetta eru hálfgerðar mömmur þarna inn á milli og börn líka. Það er alveg kúnst að búa til dýnamík og góða stemningu í svona mikilli breidd,“ sagði fyrirliði Vals að lokum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Viðtal við Elísu Viðars, fyrsti hluti Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira