„Sannfærður um að þessi leið muni virka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 19:01 Miðflokkurinn kynnti kosningamál sín í dag. Vísir/Egill „Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram flestar þjóðir og gert sem mest úr þeim. Við erum ein stór fjölskylda og ef allir fá að taka þátt þegar vel gengur þá hafa allir hvata til þess að byggja upp og við þurfum að nýta okkur það.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira