Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 7,3 milljarða og skuldir aukast Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 13:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 7.322 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlun gerði ráð fyrir 7.994 milljarða halla en frávik eru einkum sögð skýrast af hærri útsvarstekjum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54