Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 7,3 milljarða og skuldir aukast Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 13:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 7.322 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlun gerði ráð fyrir 7.994 milljarða halla en frávik eru einkum sögð skýrast af hærri útsvarstekjum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54