Helgarferð til Póllands endaði með opnun Home & You á Íslandi Home & You 26. ágúst 2021 14:56 Guðný Ingibjörg, Anna Guðrún og Einar, eigendur húsbúnaðarverslunarinnar Home & You í Skeifunni 11. Vilhelm Samheldin fjölskylda stendur á bak við Home & You. Home & You er gullfalleg húsbúnaðarverslun í Skeifunni 11. Samheldin fjölskylda stendur á bak við búðina, hjónin Anna Guðrún og Einar, dætur þeirra Birgitta og Ásthildur og tvíburasystir Önnu Guðrúnar, Guðný Ingibjörg. Hálfgerð tilviljun varð til þess að þau opnuðu búðina en kveikjan að henni var óvænt ferðalag Önnu og Einars til Póllands. „Við hjónin vorum alls ekki á leiðinni til Póllands heldur í frí til Spánar með börn og barnabörn. Dætur okkar hættu hins vegar við að fara og þá ákváðum við tvö að fara frekar austur á bóginn og enduðum á helgarferð til Gdansk. Þar kolféllum við fyrir Home & You og komum heim með fullt af dóti úr búðinni,“ segir Anna Guðrún. Falleg heimilisvara sem fangar augað.Vilhelm Hún hafi þó ekki ætlað sér að fara út í verslunarrekstur þegar heim var komið en dóttir hennar sá tækifæri í vörunum og sendi tölvupóst á skrifstofu fyrirtækisins í Póllandi. Tveimur dögum síðar kom jákvætt svar um að opna búð á Íslandi og boltinn rúllaði heldur betur af stað. „Við skrifum undir samning í desember 2018 og höfðum þá þegar tryggt okkur húsnæði og farið í bankann. Það gekk allt eins og í sögu og um miðjan mars var húsnæðið tilbúið og við opnuðum verslunina 13. apríl,“ segir Anna Guðrún. Vikurnar fyrir opnun hafi hver einasta mínúta verið nýtt og fáar stundir gefist til að sofa. Viðskiptavinir eru oft fleiri klukkutíma að skoða í búðinni.Vilhelm „Við gerðum allt sjálf og rétt lögðum okkur inn á milli. Svo fengum við allt í einu tölvupóst frá Póllandi um að það væru menn á leiðinni. Við héldum að það ætti að taka út búðina hjá okkur þar sem allar Home & You verslanirnar líta eins út og en þá voru þeir mættir til að aðstoða og reistu búðina með okkur. Svo komu aðrir sem hjálpuðu okkur að raða í hillur og stilla upp. Þetta skotgekk,“ segir Anna. Fallegar vörur sem setja svip á heimilið „Þessi búð fangar augað. Fólk er jafnvel þrjá til fjóra tíma bara að skoða og finnur alltaf eitthvað nýtt. Við fáum oft að heyra að frá viðskiptavinum að þeir hafi aldrei komið inn í svona fallega verslun, hér eru svo fallegir litir og mikið „bling“, segir Anna. „Við erum með allt til heimilisins nema stærstu húsgögnin.“ Anna segir mikið "bling" einkenna vöruúrvalið.Vilhelm Meðal þess sem finna má í Home & You eru fallegir púðar og rúmteppi, handklæði, myndarammar og styttur. Þá eru fallegar vörur fyrir barnaherbergi í versluninni, til dæmis skemmtileg mælistika sem merkja má inn á hæð barnsins. Falleg gjafavara hefur vakið eftirtekt í búðinni en þar er að finna ýmislegt sem ekki sést annarsstaðar að sögn Önnu. „Við eigum til dæmis falleg skartgripaskrín sem eru einnig spiladós og ofboðslega fallegar styttur, klukkur, kerti og kertastjaka. Jólavaran er einnig handan við hornið og þá fáum við rómantískar snjókúlur með spiladós í og fallegt jólaskraut í stykkjatali sem sker sig úr. Svo vil ég meina að við eigum til besta híbýlailminn sem völ er á Morning Sunshine,“ segir Anna. „Við eigum einnig afar falleg matarstell og borðdúka og eftirprentanir af málverkum eftir nemendur í listaháskóla í Póllandi sem Home & You er í samstarfi við. Alls höfum við verið með um sex þúsund vörnúmer frá því við opnuðum verslunina og fáum reglulegar nýjar vörur,“ segir Anna. Vilhelm Nánar má kynna sér vöruúrval Home & You hér. Hús og heimili Verslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Home & You er gullfalleg húsbúnaðarverslun í Skeifunni 11. Samheldin fjölskylda stendur á bak við búðina, hjónin Anna Guðrún og Einar, dætur þeirra Birgitta og Ásthildur og tvíburasystir Önnu Guðrúnar, Guðný Ingibjörg. Hálfgerð tilviljun varð til þess að þau opnuðu búðina en kveikjan að henni var óvænt ferðalag Önnu og Einars til Póllands. „Við hjónin vorum alls ekki á leiðinni til Póllands heldur í frí til Spánar með börn og barnabörn. Dætur okkar hættu hins vegar við að fara og þá ákváðum við tvö að fara frekar austur á bóginn og enduðum á helgarferð til Gdansk. Þar kolféllum við fyrir Home & You og komum heim með fullt af dóti úr búðinni,“ segir Anna Guðrún. Falleg heimilisvara sem fangar augað.Vilhelm Hún hafi þó ekki ætlað sér að fara út í verslunarrekstur þegar heim var komið en dóttir hennar sá tækifæri í vörunum og sendi tölvupóst á skrifstofu fyrirtækisins í Póllandi. Tveimur dögum síðar kom jákvætt svar um að opna búð á Íslandi og boltinn rúllaði heldur betur af stað. „Við skrifum undir samning í desember 2018 og höfðum þá þegar tryggt okkur húsnæði og farið í bankann. Það gekk allt eins og í sögu og um miðjan mars var húsnæðið tilbúið og við opnuðum verslunina 13. apríl,“ segir Anna Guðrún. Vikurnar fyrir opnun hafi hver einasta mínúta verið nýtt og fáar stundir gefist til að sofa. Viðskiptavinir eru oft fleiri klukkutíma að skoða í búðinni.Vilhelm „Við gerðum allt sjálf og rétt lögðum okkur inn á milli. Svo fengum við allt í einu tölvupóst frá Póllandi um að það væru menn á leiðinni. Við héldum að það ætti að taka út búðina hjá okkur þar sem allar Home & You verslanirnar líta eins út og en þá voru þeir mættir til að aðstoða og reistu búðina með okkur. Svo komu aðrir sem hjálpuðu okkur að raða í hillur og stilla upp. Þetta skotgekk,“ segir Anna. Fallegar vörur sem setja svip á heimilið „Þessi búð fangar augað. Fólk er jafnvel þrjá til fjóra tíma bara að skoða og finnur alltaf eitthvað nýtt. Við fáum oft að heyra að frá viðskiptavinum að þeir hafi aldrei komið inn í svona fallega verslun, hér eru svo fallegir litir og mikið „bling“, segir Anna. „Við erum með allt til heimilisins nema stærstu húsgögnin.“ Anna segir mikið "bling" einkenna vöruúrvalið.Vilhelm Meðal þess sem finna má í Home & You eru fallegir púðar og rúmteppi, handklæði, myndarammar og styttur. Þá eru fallegar vörur fyrir barnaherbergi í versluninni, til dæmis skemmtileg mælistika sem merkja má inn á hæð barnsins. Falleg gjafavara hefur vakið eftirtekt í búðinni en þar er að finna ýmislegt sem ekki sést annarsstaðar að sögn Önnu. „Við eigum til dæmis falleg skartgripaskrín sem eru einnig spiladós og ofboðslega fallegar styttur, klukkur, kerti og kertastjaka. Jólavaran er einnig handan við hornið og þá fáum við rómantískar snjókúlur með spiladós í og fallegt jólaskraut í stykkjatali sem sker sig úr. Svo vil ég meina að við eigum til besta híbýlailminn sem völ er á Morning Sunshine,“ segir Anna. „Við eigum einnig afar falleg matarstell og borðdúka og eftirprentanir af málverkum eftir nemendur í listaháskóla í Póllandi sem Home & You er í samstarfi við. Alls höfum við verið með um sex þúsund vörnúmer frá því við opnuðum verslunina og fáum reglulegar nýjar vörur,“ segir Anna. Vilhelm Nánar má kynna sér vöruúrval Home & You hér.
Hús og heimili Verslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira