Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 19:01 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40
Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46
Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44