Sigmundur fær svar við fyrirspurn sinni um fjölda kynja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 13:38 Sigmundur Davíð hefur nú fengið svar við vangaveltum sínum um fjölda kynja. Vísir/Vilhelm Svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um fjölda kynja hefur nú verið birt á vef Alþingis. Þar kemur fram að kyn samkvæmt lögum séu ekki lengur tvö. Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins. Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins.
Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira