Eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 21:07 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur segir aldrei of seint að fara huga að heilsunni. Vísir Samkvæmt nýlegri rannsókn er það mýta að það hægi á grunnbrennslu líkamans með aldrinum. Næringarfræðingur segir að þær lífsstílsbreytingar sem komi gjarnan með aldrinum hafi meiri áhrif á aukakílóin heldur en aldurinn í sjálfu sér. Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira