Eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 21:07 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur segir aldrei of seint að fara huga að heilsunni. Vísir Samkvæmt nýlegri rannsókn er það mýta að það hægi á grunnbrennslu líkamans með aldrinum. Næringarfræðingur segir að þær lífsstílsbreytingar sem komi gjarnan með aldrinum hafi meiri áhrif á aukakílóin heldur en aldurinn í sjálfu sér. Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira