Fjölbreytt atvinnulíf er öruggt atvinnulíf Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er okkur öllum mikilvægt að atvinnulífið hér á landi sé öruggt og að við getum sem flest tekið þátt í því. Hluti af því verkefni er að tryggja að atvinnulífið sé fjölbreytt. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað og verið ómetanlegur þáttur í efnahagskerfinu okkar eftir hrun og mörg störf hafa skapast hér vegna hennar. Það skyldi því engan undra hve mikið traust við höfum lagt á þessa atvinnugrein og hve miklar væntingar við höfum borið til áhrifa hennar á efnahagskerfið. En kannski höfum við treyst um of á þessa einu atvinnugrein síðustu ár. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur hvað það er mikilvægt að vera við öllu búin. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er gríðarlega mikilvægt að byggja hér upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á grænum og sjálfbærum áherslum og gerir sem flestum kleift að taka þátt í því. Vinstri græn hafa frá stofnun hreyfingarinnar talað fyrir fjölbreyttu atvinnulífi og mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Að stórefla umgjörð í kringum nýsköpun og rannsóknir er liður í því. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig aukið framlög til nýsköpunar á kjörtímabilinu um 73% og hafa framlögin aldrei verið hærri. Þá hafa framlög til rannsóknasjóða heldur aldrei verið hærri. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Setjum ekki öll eggin í eina körfu Við erum öflugt og fjölbreytt samfélag í stöðugri þróun og atvinnulífið þarf að þróast í takt við það. Við þurfum vissulega að byggja upp ferðaþjónustuna á ný, en við þurfum að vera sjálfbærari á öllum sviðum samfélagsins. Hvort sem það er í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu eða annarri atvinnugrein eða hvort sem um neysluvenjur okkar er að ræða. Við þurfum að læra af reynslunni og laga okkur að þeim raunveruleika sem við búum við núna. Nú er tækifærið til að gera enn betur. Með fjölbreytni og sjálfbærni að leiðarljósi öðlumst við hér öruggara atvinnulíf. Höfundur er frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður og stjórnmálafræðingur.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun