Rannsaka grófa líkamsárás vespugengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 20:20 Lögregla er með málið til rannsóknar. Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni. Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira