Kjósum ungt fólk á Alþingi Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 23. ágúst 2021 14:30 Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar