Hafa skilað inn umsókn um Bandaríkjaflug: „Mikið regluverk og þarf að plana vel“ Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 13:44 Birgir Jónsson er forstjóri Play og segir að litið sé til áfangastaða á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur skilað inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Bandaríski fjölmiðillinn airinsight segir frá þessu og að stefnt sé að því að hefja flugið næsta sumar. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi áður gefið það út að hefja flug milli Norður-Ameríku og Íslands og að gögnum hafi verið skilað inn fyrir helgi. „Þetta var partur af okkar skráningu á markað og við stefnum á að geta hafi flug næsta vor. Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Mikið regluverk og þarf að plana vel.“ Birgir segir að þetta þurfi nú að hafa sinn gang þar sem bandarísk flugmálayfirvöld munu nú svara félaginu. „Það hafa margir hér staðið í þessu áður hjá WOW. Það þarf að undirbúa þetta vel, enda stórt mál.“ Halda spilunum þétt að sér Birgir segist vona að hægt verði að hefja á sölu á miðum í flug til Bandaríkjanna fyrir áramót, en að áætlunarflug vestur hefist svo næsta vor. Hann vill þó lítið gefa uppi um áfangastaði, en að sjálfsögðu sé litið til stærstu borganna, svo sem New York, Boston og Washington DC. Félagið ætli þó að halda spilunum þétt að sér og verði áfangastaðir flugfélagsins kynntir síðar. Birgir segir þó að einungis sé litið til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada, ekki áfangastaða á Kyrrahafsströndinni. „Við lítum til austurstrandarinnar til að halda vélunum í þessari „24 tíma lúppu“ og tryggja þannig betri nýtni á vélunum. Reynslan sýnir að flug til vesturstrandarinnar auki á flækjustig hvað nýtni vélanna varðar.“ Flugvélafloti Play telur nú þrjár A321neo vélar, og er von á þremur til viðbótar á næsta ári. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bandaríski fjölmiðillinn airinsight segir frá þessu og að stefnt sé að því að hefja flugið næsta sumar. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi áður gefið það út að hefja flug milli Norður-Ameríku og Íslands og að gögnum hafi verið skilað inn fyrir helgi. „Þetta var partur af okkar skráningu á markað og við stefnum á að geta hafi flug næsta vor. Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Mikið regluverk og þarf að plana vel.“ Birgir segir að þetta þurfi nú að hafa sinn gang þar sem bandarísk flugmálayfirvöld munu nú svara félaginu. „Það hafa margir hér staðið í þessu áður hjá WOW. Það þarf að undirbúa þetta vel, enda stórt mál.“ Halda spilunum þétt að sér Birgir segist vona að hægt verði að hefja á sölu á miðum í flug til Bandaríkjanna fyrir áramót, en að áætlunarflug vestur hefist svo næsta vor. Hann vill þó lítið gefa uppi um áfangastaði, en að sjálfsögðu sé litið til stærstu borganna, svo sem New York, Boston og Washington DC. Félagið ætli þó að halda spilunum þétt að sér og verði áfangastaðir flugfélagsins kynntir síðar. Birgir segir þó að einungis sé litið til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada, ekki áfangastaða á Kyrrahafsströndinni. „Við lítum til austurstrandarinnar til að halda vélunum í þessari „24 tíma lúppu“ og tryggja þannig betri nýtni á vélunum. Reynslan sýnir að flug til vesturstrandarinnar auki á flækjustig hvað nýtni vélanna varðar.“ Flugvélafloti Play telur nú þrjár A321neo vélar, og er von á þremur til viðbótar á næsta ári.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02