Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 12:02 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir stöðuna í flugstöðinni nógu kaótíska fyrir. Vísir/sigurjón Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira