Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 10:45 Stuðingsmenn Trump gengu hart fram gegn lögreglumönnum sem reyndu að verja þinghúsið af veikum mætti. Lögreglumennirnir enduðu á aö hörfa undan áhlaupinu og múgurinn braust inn í þinghúsið. Vísir/Getty Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum alríkislögreglunnar FBI að þeir telji ekki að hægriöfgahópar eða þekktir stuðningsmenn Trump hafi stýrt árásinni. Engu að síður voru vopnaðar sveitir manna sem skipulögðu sig fyrir atlöguna, þar á meðal hægriöfgahóparnir Varðmenn eiðsins og Stoltu strákarnir. Þær lögðu á ráðin um að brjótast inn í þinghúsið. Alríkislögreglan telur sig ekki hafa vísbendingarnar um að hóparnir hafi gert áætlanir um hvað skyldi gera þegar inn væri komið. Engu að síður hafa fleiri en 570 manns sem tóku þátt í árásinni verið handteknir til þessa. Fleiri en 170 hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn eða hindra þá í starfi. Þá hafa saksóknarar ákært fjörtíu manns og sakað þá um að hafa skipulagt árásina að einhverju leyti. Einum leiðtoga Stoltu strákanna er gefið að sök að hafa safnað liði og hvatt félaga sína til að sanka að sér skotheldum vestum og öðrum herbúnaði vikurnar fyrir árásina. Daginn sem árásin var gerð hafi leiðtoginn skipað félögum sínum að skipta sér upp í hópa og brjótast inn í þinghúsið á nokkrum stöðum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun New York Times um hvernig árásin á þinghúsið þróaðist. Hún byggir á fjölda samfélagsmiðlamyndbanda sem stuðningsmenn Trump birtu sjálfir. Þar sést meðal annars hvernig liðsmenn hægriöfgahópa reyndu að beina mannfjöldanum inn í þinghúsið. Lygar um að varaforsetinn gæti hafnað úrslitunum Árásin á þinghúsið var gerð 6. janúar, daginn sem báðar deildir Bandaríkjaþings komu saman til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Trump, fráfarandi forseti, hafði þá um margra vikna skeið logið því að stuðningsmönnum sínum að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn og að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess að hafna úrslitunum þennan dag. Eftir að Trump hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum í Washington-borg þar sem hann sagði þeim meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með veikleika strunsaði stór hluti mannfjöldans að þinghúsinu. Þar safnaðist hópurinn saman og laust honum saman við lögreglumenn sem gættu þinghússins. Fleiri en hundrað lögreglumenn særðust í átökunum sem upphófust en þeim lauk með því að múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið. Þar fór fólk um ganga og skrifstofur og virtust sumir leita uppi Pence og leiðtoga demókrata. Fjórir létust í árásinni, þar á meðal kona úr árásarliðinu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að fara inn í sal fulltrúadeildinnar um brotna rúðu. Einn lögreglumaður lést daginn eftir. Síðar um daginn kom þingheimur aftur saman og staðfesti sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Nokkrir þingmenn repúblikana sem ætluðu að greiða atkvæði gegn staðfestingunni hættu við eftir atburði dagsins. Engu að síður greiddi meirihluti þingflokksins í fulltrúadeildinni atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin jafnvel eftir árásina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum alríkislögreglunnar FBI að þeir telji ekki að hægriöfgahópar eða þekktir stuðningsmenn Trump hafi stýrt árásinni. Engu að síður voru vopnaðar sveitir manna sem skipulögðu sig fyrir atlöguna, þar á meðal hægriöfgahóparnir Varðmenn eiðsins og Stoltu strákarnir. Þær lögðu á ráðin um að brjótast inn í þinghúsið. Alríkislögreglan telur sig ekki hafa vísbendingarnar um að hóparnir hafi gert áætlanir um hvað skyldi gera þegar inn væri komið. Engu að síður hafa fleiri en 570 manns sem tóku þátt í árásinni verið handteknir til þessa. Fleiri en 170 hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn eða hindra þá í starfi. Þá hafa saksóknarar ákært fjörtíu manns og sakað þá um að hafa skipulagt árásina að einhverju leyti. Einum leiðtoga Stoltu strákanna er gefið að sök að hafa safnað liði og hvatt félaga sína til að sanka að sér skotheldum vestum og öðrum herbúnaði vikurnar fyrir árásina. Daginn sem árásin var gerð hafi leiðtoginn skipað félögum sínum að skipta sér upp í hópa og brjótast inn í þinghúsið á nokkrum stöðum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun New York Times um hvernig árásin á þinghúsið þróaðist. Hún byggir á fjölda samfélagsmiðlamyndbanda sem stuðningsmenn Trump birtu sjálfir. Þar sést meðal annars hvernig liðsmenn hægriöfgahópa reyndu að beina mannfjöldanum inn í þinghúsið. Lygar um að varaforsetinn gæti hafnað úrslitunum Árásin á þinghúsið var gerð 6. janúar, daginn sem báðar deildir Bandaríkjaþings komu saman til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Trump, fráfarandi forseti, hafði þá um margra vikna skeið logið því að stuðningsmönnum sínum að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn og að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess að hafna úrslitunum þennan dag. Eftir að Trump hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum í Washington-borg þar sem hann sagði þeim meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með veikleika strunsaði stór hluti mannfjöldans að þinghúsinu. Þar safnaðist hópurinn saman og laust honum saman við lögreglumenn sem gættu þinghússins. Fleiri en hundrað lögreglumenn særðust í átökunum sem upphófust en þeim lauk með því að múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið. Þar fór fólk um ganga og skrifstofur og virtust sumir leita uppi Pence og leiðtoga demókrata. Fjórir létust í árásinni, þar á meðal kona úr árásarliðinu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að fara inn í sal fulltrúadeildinnar um brotna rúðu. Einn lögreglumaður lést daginn eftir. Síðar um daginn kom þingheimur aftur saman og staðfesti sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Nokkrir þingmenn repúblikana sem ætluðu að greiða atkvæði gegn staðfestingunni hættu við eftir atburði dagsins. Engu að síður greiddi meirihluti þingflokksins í fulltrúadeildinni atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin jafnvel eftir árásina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20