Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 08:39 Bandarískir landgönguliðar standa vörð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Vísir/EPA Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust. Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið. Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið.
Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36
Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent