Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 16:51 Stúlkunni varð sem betur fer ekki meint af. Myndin er ótengd málinu. Getty Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. „Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira