Börnin okkar Helgi Héðinsson skrifar 21. ágúst 2021 17:30 Í heimi sem einkennist af síauknum hraða og kapphlaupi við lífsins gæði, hættir okkur til að gleyma því sem mestu máli skiptir. Við gleymum að hugsa um heilsuna og vöknum upp við það einn daginn að við erum komin upp við vegg. Við gleymum að rækta samböndin sem allt í einu eru kulnuð. Við gætum ekki að því að njóta samvista með börnunum okkar sem allt í einu eru orðin fullorðin. Við gerum öll sömu mistökin. Dag eftir dag, ár eftir ár. Mörg höfum við orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ala upp börn. Börn setja alla hluti í annað samhengi og opna fyrir okkur víddir sem við vissum ekki að væru til. Allt í einu er ekkert eins og áður. Við grátum af gleði. Við óttumst skyndilega hluti sem áður voru sjálfsagðir. Við upplifum tilfinningar af áður óþekktum styrk og það rennur upp fyrir okkur þegar við horfum á börnin að í þeim koma saman allir geislar sólarinnar. Allar gersemar mannlegrar tilvistar. Framfarir Mörg helstu framfaraskref sögunnar eiga það sameiginlegt að vera svo augljós, en aðeins þegar einhver annar hefur rutt veginn. Oft af ómældum metnaði sem drifinn er áfram af skýrri sín á markmiðið og tilganginn. Mér varð hugsað til þess þegar ég las viðtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þar sem hann lýsti því hvers vegna hann setti málefni barna í algeran forgang, að þarna hefði hann stigið skref af þessu tagi. Augljóst framfaraskref og vakti mann til umhugsunar hvers vegna þetta hafði ekki verið gert fyrir löngu. Hvað gæti eiginlega skipt meira máli? Vegferð Ásmundar og þess öfluga Framsóknarfólks sem er honum að baki hefur verið aðdáunarverð og á skömmum tíma hefur hann hrundið í framkvæmd kerfisbreytingum sem skipta munu sköpum í lífi barna og aðstandenda þeirra. Í stað þess að börn og aðstandendur þurfi að aðlaga sig að flóknu kerfinu verður kerfið aðlagað til að mæta fjölbreyttum þörfum barnanna. Börnin miðpunkturinn og þarfir þeirra aðalatriðið. Við þurfum nefnilega æði mörg stuðning og aðstoð þegar á reynir og hvert einasta barn sem við náum að styðja til betra lífs er verðmætara en allt gull heimsins. Margt er enn óunnið, en ég vona sannarlega að Ásmundur leiði þá vegferð sem hann hefur komið af stað á komandi kjörtímabili. Það er kjósenda að tryggja að svo verði. Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Helgi Héðinsson Réttindi barna Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi sem einkennist af síauknum hraða og kapphlaupi við lífsins gæði, hættir okkur til að gleyma því sem mestu máli skiptir. Við gleymum að hugsa um heilsuna og vöknum upp við það einn daginn að við erum komin upp við vegg. Við gleymum að rækta samböndin sem allt í einu eru kulnuð. Við gætum ekki að því að njóta samvista með börnunum okkar sem allt í einu eru orðin fullorðin. Við gerum öll sömu mistökin. Dag eftir dag, ár eftir ár. Mörg höfum við orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ala upp börn. Börn setja alla hluti í annað samhengi og opna fyrir okkur víddir sem við vissum ekki að væru til. Allt í einu er ekkert eins og áður. Við grátum af gleði. Við óttumst skyndilega hluti sem áður voru sjálfsagðir. Við upplifum tilfinningar af áður óþekktum styrk og það rennur upp fyrir okkur þegar við horfum á börnin að í þeim koma saman allir geislar sólarinnar. Allar gersemar mannlegrar tilvistar. Framfarir Mörg helstu framfaraskref sögunnar eiga það sameiginlegt að vera svo augljós, en aðeins þegar einhver annar hefur rutt veginn. Oft af ómældum metnaði sem drifinn er áfram af skýrri sín á markmiðið og tilganginn. Mér varð hugsað til þess þegar ég las viðtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þar sem hann lýsti því hvers vegna hann setti málefni barna í algeran forgang, að þarna hefði hann stigið skref af þessu tagi. Augljóst framfaraskref og vakti mann til umhugsunar hvers vegna þetta hafði ekki verið gert fyrir löngu. Hvað gæti eiginlega skipt meira máli? Vegferð Ásmundar og þess öfluga Framsóknarfólks sem er honum að baki hefur verið aðdáunarverð og á skömmum tíma hefur hann hrundið í framkvæmd kerfisbreytingum sem skipta munu sköpum í lífi barna og aðstandenda þeirra. Í stað þess að börn og aðstandendur þurfi að aðlaga sig að flóknu kerfinu verður kerfið aðlagað til að mæta fjölbreyttum þörfum barnanna. Börnin miðpunkturinn og þarfir þeirra aðalatriðið. Við þurfum nefnilega æði mörg stuðning og aðstoð þegar á reynir og hvert einasta barn sem við náum að styðja til betra lífs er verðmætara en allt gull heimsins. Margt er enn óunnið, en ég vona sannarlega að Ásmundur leiði þá vegferð sem hann hefur komið af stað á komandi kjörtímabili. Það er kjósenda að tryggja að svo verði. Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar