Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 12:32 Afganar hafa barist um að komast yfir girðingarnar sem umlykja alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Sumir hafa gripið á það ráð að múta Talibönum. Getty/STR Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52
Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40
Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05