Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 20:44 Halla kennir börnum í þriðja bekk í Fossvogsskóla. facebook Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. „Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“ Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
„Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17