Halldór Benjamín: „Drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna“ Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2021 10:44 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir rétt að stefna á að hafa sjálfspróf, hraðpróf og persónulegar sóttvarnir í forgrunni baráttunnar við veiruna. Vísir/Vilhelm „Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í harðorðum pistli sem birtist á Vísi þar sem hann gerir reglur um sóttkví að umtalsefni. Halldór, sem sjálfur er einn nokkurra þúsunda sem hefur þurft að sæta sóttkví síðustu daga, segir ljóst að þúsundir barna munu lenda í sóttkví á næstu vikum. Sömu sögu sé þá einnig að segja af fullbólusettum foreldrum þeirra og systkinum. Muni þetta leiða til að skólastarf verði slitrótt, frístundaheimilin verða hálfopin og tómstundir og íþróttir barna ekki svipur hjá sjón. „Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna,“ segir Halldór. Víðtæk beiting sóttkvíar fjarri hugmyndum um að lifa með veirunni Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 11. ágúst lagði hann áherslu á að smitrakning, einangrun smitaðra og sóttkví útsettra verði beitt áfram og að stjórnvöld efli áfallaþol og getu heilbrigðiskerfisins til að annast Covid-sjúklinga án þess að það komi niður á annarri þjónustu. Halldór segir í pistli sínum að á Norðurlöndum og á Bretlandi sé allt annað fyrirkomulag. „Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu.“ Sjálfspróf, hraðpróf og persónulegar sóttvarnir í forgrunni Halldór segir rétt að stefna á að hafa sjálfspróf, hraðpróf og persónulegar sóttvarnir í forgrunni baráttunnar við veiruna, líkt og gert er á Norðurlöndum. „Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað,“ segir Halldór. Hann lýkur pistli sínum á því að segja að það misræmi sem nú sé uppi þurfi sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja skoða önnur úrræði vegna sóttkvíar barna Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt. 17. ágúst 2021 15:14 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í harðorðum pistli sem birtist á Vísi þar sem hann gerir reglur um sóttkví að umtalsefni. Halldór, sem sjálfur er einn nokkurra þúsunda sem hefur þurft að sæta sóttkví síðustu daga, segir ljóst að þúsundir barna munu lenda í sóttkví á næstu vikum. Sömu sögu sé þá einnig að segja af fullbólusettum foreldrum þeirra og systkinum. Muni þetta leiða til að skólastarf verði slitrótt, frístundaheimilin verða hálfopin og tómstundir og íþróttir barna ekki svipur hjá sjón. „Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna,“ segir Halldór. Víðtæk beiting sóttkvíar fjarri hugmyndum um að lifa með veirunni Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 11. ágúst lagði hann áherslu á að smitrakning, einangrun smitaðra og sóttkví útsettra verði beitt áfram og að stjórnvöld efli áfallaþol og getu heilbrigðiskerfisins til að annast Covid-sjúklinga án þess að það komi niður á annarri þjónustu. Halldór segir í pistli sínum að á Norðurlöndum og á Bretlandi sé allt annað fyrirkomulag. „Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu.“ Sjálfspróf, hraðpróf og persónulegar sóttvarnir í forgrunni Halldór segir rétt að stefna á að hafa sjálfspróf, hraðpróf og persónulegar sóttvarnir í forgrunni baráttunnar við veiruna, líkt og gert er á Norðurlöndum. „Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað,“ segir Halldór. Hann lýkur pistli sínum á því að segja að það misræmi sem nú sé uppi þurfi sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja skoða önnur úrræði vegna sóttkvíar barna Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt. 17. ágúst 2021 15:14 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Vilja skoða önnur úrræði vegna sóttkvíar barna Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt. 17. ágúst 2021 15:14