Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 18:32 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira