Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Klopp á hliðarlínunni um helgina. John Powell/Getty Images Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira