Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Klopp á hliðarlínunni um helgina. John Powell/Getty Images Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira