Alvöru McKinsey II Halldór Auðar Svansson skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun