Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 10:32 Vopnaðir talibanar á götum Kabúl. AP/Rahmat Gul Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af. Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001. Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001.
Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18