Lewandowski vill nýja áskorun og ætlar að yfirgefa Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 08:14 Robert Lewandowski vill fara frá Bayern. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann. Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira