Sha'Carri ekki í vinaleit þegar hún keppir við Ólympíumeistarann um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 12:30 Sha'Carri Richardson hefur breytt um háralit og mætir því ekki appelsínugul til leiks um helgina. Getty/Cliff Hawkins Bandaríska frjálsíþróttakonan Sha’Carri Richardson er farin að kynda vel upp fyrir athyglisvert spretthlaup sem fer fram um helgina. Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Richardson keppir á Prefontaine Classic mótinu og við besti hlauparana á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum. Sha Carri Richardson will race Elaine Thompson-Herah and Shelly-Ann Fraser-Pryce over 100m at the Eugene Diamond League (@nikepreclassic) The line-up also includes Shericka Jackson, Marie-Josée Ta Lou, Mujinga Kambundji, Javianne Oliver, Briana Williams and Teahna Daniels. pic.twitter.com/cKsIJN80xG— AW (@AthleticsWeekly) August 13, 2021 Richardson mátti ekki keppa á leikunum í Tókýó eftir að hún féll á lyfjaprófi fyrir að reykja gras. Hún er mikil týpa og það voru því margir spenntir að sjá hana keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Svekkelsið var því talsvert þegar sigur hennar á bandaríska úrtökumótinu var ógildur. Sha'Carri sagði frá því að hún hefði leitað í að reykja marijúana eftir að hafa fengið fréttir af því að líffræðileg móðir hennar hefði dáið. Eftir öll þessi vonbrigði þá fær Sha’Carri tækifæri um helgina til að keppa við allan verðlaunapallinn í 100 metra hlaupinu á ÓL. Jamaíka átti þrjá fljótustu hlauparana í 100 metra úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum og fengu því gull, silfur og brons. Verðlaunahafarnir þrír, Elaine Thompson-Herah, Shelly-Ann Fraser-Pryce og Shericka Jackson, mun allar mæta til leiks á Prefontaine Classic mótinu og við fáum því úrslitahlaupið sem allir vildu sjá í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by ShaCarri "FGTX" Richardson (@carririchardson_) Richardson hljóp hundrað metrana á 10,86 sekúndum á úrtökumótinu. Thompson-Herah vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum á 10,61 og setti nýtt Ólympíumet. Fraser-Pryce og Jackson voru báðar undir fyrrnefndum tíma hjá Richardson. Sha’Carri birti Tik Tok myndband á Instagram síðu sinni þar sem má sjá hana gera sig klára fyrir keppni helgarinnar. Hún mætir litrík til leiks og lofaði því líka að það sé ekki markmiðið að eignast vini heldur vinna hlaupið. „August 21 and I’m not playing nice,“ skrifaði Sha’Carri Richardson við myndbandið eins og sjá má hér fyrir ofan. „21. ágúst og ég mæti ekki til að eignast vini,“ skrifaði Sha’Carri ef við umorðum þetta á íslensku.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira