Örsaga úr Bónus Hildur Inga Magnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun