Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsustofnuninni. Ráðstafanirnar eru gerðar í samráði við sóttvarnaryfirvöld að sögn forsvarsmanna og er unnið að því að greina hvaða starfsmenn og skjólstæðingar fara í sóttkví.
„Heilsustofnun harmar að þurfa að fresta meðferð hjá skjólstæðingum og þeim óþægindum sem þetta kann að valda en þess má geta að ekki hefur áður borist smit inn á stofnunina frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.“