Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 14:02 Röðin sem myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag var gríðarlega löng. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira