Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 14:02 Röðin sem myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag var gríðarlega löng. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent