Losun frá jarðvarmastöðvum Landsvirkjunar fer minnkandi ár frá ári Jóna Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 10:00 Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Við hjá Landsvirkjun tökum þetta markmið alvarlega, en við viljum gera enn betur og höfum einsett okkur að árið 2025 verði losun frá jarðvarmavinnslu okkar á Norðausturlandi 63% minni en hún var árið 2005. Stærsti hluti losunar Landsvirkjunar er vegna jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi. Á svæðinu eru þrjár aflstöðvar; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðin í Bjarnarflagi. Stöðvarnar nýta ólík jarðhitakerfi sem hafa ólíka náttúrulega eiginleika, m.a. í styrk koldíoxíðs. Þannig er losun mest frá Kröflustöð, jafnvel þó að Þeistareykjastöð vinni meiri orku. Okkur hefur gengið vel að draga úr losun til þessa og nú þegar hefur orðið 39% samdráttur í losun, á sama tíma og raforkuvinnsla okkar með jarðvarma hefur rúmlega tvöfaldast með tilkomu Þeistareykjavirkjunar. Lækkunin skýrist af hluta af því að losun frá Kröflustöð fer minnkandi ár frá ári, en einnig með öflugri vinnslustýringu. Þekking okkar á þeim jarðhitakerfum sem við nýtum og samþætting jarðvarma og vatnsorkunýtingar gerir okkur kleift að stýra að hluta til losun frá starfsemi okkar. Til dæmis höfum við dregið úr vinnslu jarðvarma í góðum vatnsárum, en með því drögum við úr losun þar sem raforkuvinnsla með vatnsafli hjá okkur losar minna en jarðvarminn. Unnið er að því að draga enn frekar úr losun frá jarðvamavinnslunni með því að fanga koldíoxíð úr útblæstri virkjananna og annað hvort dæla því aftur ofan í jörðina eða nýta það til verðmætasköpunar. Við höldum því ótrauð áfram að þróa nýjar leiðir til þess að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum, sem og allir okkar starfsemi. Þessar aðgerðir eru hluti af því markmiði okkar að verða kolefnishlutlaus árið 2025 og telja beint inn í markmið stjórnvalda um að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Jarðhiti Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Við hjá Landsvirkjun tökum þetta markmið alvarlega, en við viljum gera enn betur og höfum einsett okkur að árið 2025 verði losun frá jarðvarmavinnslu okkar á Norðausturlandi 63% minni en hún var árið 2005. Stærsti hluti losunar Landsvirkjunar er vegna jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi. Á svæðinu eru þrjár aflstöðvar; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðin í Bjarnarflagi. Stöðvarnar nýta ólík jarðhitakerfi sem hafa ólíka náttúrulega eiginleika, m.a. í styrk koldíoxíðs. Þannig er losun mest frá Kröflustöð, jafnvel þó að Þeistareykjastöð vinni meiri orku. Okkur hefur gengið vel að draga úr losun til þessa og nú þegar hefur orðið 39% samdráttur í losun, á sama tíma og raforkuvinnsla okkar með jarðvarma hefur rúmlega tvöfaldast með tilkomu Þeistareykjavirkjunar. Lækkunin skýrist af hluta af því að losun frá Kröflustöð fer minnkandi ár frá ári, en einnig með öflugri vinnslustýringu. Þekking okkar á þeim jarðhitakerfum sem við nýtum og samþætting jarðvarma og vatnsorkunýtingar gerir okkur kleift að stýra að hluta til losun frá starfsemi okkar. Til dæmis höfum við dregið úr vinnslu jarðvarma í góðum vatnsárum, en með því drögum við úr losun þar sem raforkuvinnsla með vatnsafli hjá okkur losar minna en jarðvarminn. Unnið er að því að draga enn frekar úr losun frá jarðvamavinnslunni með því að fanga koldíoxíð úr útblæstri virkjananna og annað hvort dæla því aftur ofan í jörðina eða nýta það til verðmætasköpunar. Við höldum því ótrauð áfram að þróa nýjar leiðir til þess að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum, sem og allir okkar starfsemi. Þessar aðgerðir eru hluti af því markmiði okkar að verða kolefnishlutlaus árið 2025 og telja beint inn í markmið stjórnvalda um að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun