Velur Ísland yfir Bandaríkin til að feta í fótspor móður sinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2021 19:00 William Cole Campbell spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH í gær, aðeins 15 ára gamall. Vísir/Stöð 2 William Cole Campbell kom í gær inn á sem varamaður er lið hans FH vann 5-0 á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Hann er aðeins 15 ára gamall og varð næst yngstur í sögu félagsins til að spila í efstu deild. William Cole er fæddur 20. febrúar 2006 og var því aðeins 15 ára, fimm mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn í gær. Hann var rúmlega þremur mánuðum eldri en liðsfélagi hans Logi Hrafn Róbertsson, sem varð sá yngsti í sögu félagsins er hann lék gegn ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Logi Hrafn var í byrjunarliði FH í gær en William Cole kom inn á sem varamaður fyrir Skotann Steven Lennon á 83. mínútu. „Það var bara rosalegt. Þetta er svo góð tilfinning að vita að öll sú vinna sem ég hef lagt í fótboltann, að geta komið inn á völlinn, og allt það sem ég hef unnið fyrir sé að skila sér. Þetta var bara geggjuð tilfinning.“ segir William í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. En lá það fyrir að hann myndi spila leikinn? „Ég vissi að ég ætti að vera í hóp þremur dögum fyrir, en ég vissi ekki að ég myndi koma inn á. Ég beið bara eftir að koma inn á og það var geggjað. Eftir að þriðja markið kom hafði ég á tilfinningunni að ég myndi koma inn á,“ William Cole bjó lengst af í Bandaríkjunum en hefur komið reglulega til Íslands á sumrin áður en hann flutti hingað til lands fyrir tæpum tveimur árum. Alltaf hefur hann æft og spilað með FH þegar hann hefur verið á Íslandi. „Ég hef komið á sumrin síðan ég var átta ára en ég flutti til Íslands þegar ég var 13 ára, í janúar á síðasta ári. Þannig að ég er búinn að vera hérna í svona tvö ár án þess að fara út,“ segir William Cole og bætir við: „Ég er búinn að vera í FH allt mitt líf, hef verið að koma á sumrin hingað, en ég er fluttur alveg núna,“ Cristiano Ronaldo fyrirmyndin Ronaldo er fyrirmyndin.Alex Livesey - UEFA/UEFA via Getty Images William Cole liggur ekki á svörum þegar hann er spurður um sína helstu fyrirmynd í fótboltanum. Portúgalinn Cristiano Ronaldo er þar efstur á lista, þar sem meira en aðeins fótboltaleg gæði eru höfð til hliðsjónar. „Ég myndi segja Cristiano Ronaldo. Af því hann er svo mikið fyrir að leggja margt á sig. Hann er alltaf að gefa 100% í og fullt af hlutum, ekki bara inni á vellinum, heldur utan vallarins; í ræktinni, borða góðan mat og fá góðan svefn, þannig að allt sem hann stendur fyrir finnst mér geggjað. Það er það sem ég ætla að reyna að gera þegar ég verð eldri,“ segir William Cole. Hann segir þá að stefnan sé sett út fyrir landssteinana strax á næsta ári, þegar hann nær 16 ára aldri. „Draumurinn er að fara út þegar ég verð 16. Að skrifa undir hjá einhverju liði, en ég veit ekki hvaða lið núna. Ég er hérna þangað til ég verð 16, á Íslandi, en síðan er draumurinn að flytja út.“ Klippa: William Cole Campbell Vill spila fyrir Ísland líkt og móðir sín William Cole á bandarískan föður en íslenska móður og er því gjaldgengur í landslið bæði Íslands og Bandaríkjanna. Fyrir honum stendur því svipað val og hjá framherjanum Aroni Jóhannssyni fyrir tæpum áratug, en athygli vakti þegar Aron valdi að spila fyrir Bandaríkin fram yfir Ísland, en hann var gjaldgengur í bandaríska liðið vegna þess að fæddist vestra. Þrátt fyrir að vera tengdari Bandaríkjunum en Aron var á sínum tíma segir William Cole landslið Íslands vera betri kostinn. Ekki síst þar sem hann geti fetað í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Rakel Björk Ögmundsdóttir, móðir Williams Cole, í leik með Breiðabliki um aldamótin.Mynd/Blikar.is Rakel skoraði alls 41 mark í 33 leikjum fyrir Breiðablik árin 1997 til 2000 og varð Íslandsmeistari með liðinu síðasta árið. Hún spilaði hins vegar ekki annan fótboltaleik á Íslandi eftir sumarið 2000, hvorki með félagsliði né landsliði, þar sem hún flutti til Bandaríkjanna árið eftir. „Mig langar að spila fyrir Ísland af því að mamma mín var í kvennalandsliðinu. Ef ég mun spila fyrir Ísland mun ég keppa við Frakkland, Þýskaland og svona stór lið, en í Bandaríkjunum myndi ég spila miklu meira á móti Mexíkó og suðrænum amerískum liðum,“ „Ef ég get yrði ég mjög ánægður að spila fyrir Ísland og berjast fyrir mitt lið.“ segir William Cole. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
William Cole er fæddur 20. febrúar 2006 og var því aðeins 15 ára, fimm mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn í gær. Hann var rúmlega þremur mánuðum eldri en liðsfélagi hans Logi Hrafn Róbertsson, sem varð sá yngsti í sögu félagsins er hann lék gegn ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Logi Hrafn var í byrjunarliði FH í gær en William Cole kom inn á sem varamaður fyrir Skotann Steven Lennon á 83. mínútu. „Það var bara rosalegt. Þetta er svo góð tilfinning að vita að öll sú vinna sem ég hef lagt í fótboltann, að geta komið inn á völlinn, og allt það sem ég hef unnið fyrir sé að skila sér. Þetta var bara geggjuð tilfinning.“ segir William í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. En lá það fyrir að hann myndi spila leikinn? „Ég vissi að ég ætti að vera í hóp þremur dögum fyrir, en ég vissi ekki að ég myndi koma inn á. Ég beið bara eftir að koma inn á og það var geggjað. Eftir að þriðja markið kom hafði ég á tilfinningunni að ég myndi koma inn á,“ William Cole bjó lengst af í Bandaríkjunum en hefur komið reglulega til Íslands á sumrin áður en hann flutti hingað til lands fyrir tæpum tveimur árum. Alltaf hefur hann æft og spilað með FH þegar hann hefur verið á Íslandi. „Ég hef komið á sumrin síðan ég var átta ára en ég flutti til Íslands þegar ég var 13 ára, í janúar á síðasta ári. Þannig að ég er búinn að vera hérna í svona tvö ár án þess að fara út,“ segir William Cole og bætir við: „Ég er búinn að vera í FH allt mitt líf, hef verið að koma á sumrin hingað, en ég er fluttur alveg núna,“ Cristiano Ronaldo fyrirmyndin Ronaldo er fyrirmyndin.Alex Livesey - UEFA/UEFA via Getty Images William Cole liggur ekki á svörum þegar hann er spurður um sína helstu fyrirmynd í fótboltanum. Portúgalinn Cristiano Ronaldo er þar efstur á lista, þar sem meira en aðeins fótboltaleg gæði eru höfð til hliðsjónar. „Ég myndi segja Cristiano Ronaldo. Af því hann er svo mikið fyrir að leggja margt á sig. Hann er alltaf að gefa 100% í og fullt af hlutum, ekki bara inni á vellinum, heldur utan vallarins; í ræktinni, borða góðan mat og fá góðan svefn, þannig að allt sem hann stendur fyrir finnst mér geggjað. Það er það sem ég ætla að reyna að gera þegar ég verð eldri,“ segir William Cole. Hann segir þá að stefnan sé sett út fyrir landssteinana strax á næsta ári, þegar hann nær 16 ára aldri. „Draumurinn er að fara út þegar ég verð 16. Að skrifa undir hjá einhverju liði, en ég veit ekki hvaða lið núna. Ég er hérna þangað til ég verð 16, á Íslandi, en síðan er draumurinn að flytja út.“ Klippa: William Cole Campbell Vill spila fyrir Ísland líkt og móðir sín William Cole á bandarískan föður en íslenska móður og er því gjaldgengur í landslið bæði Íslands og Bandaríkjanna. Fyrir honum stendur því svipað val og hjá framherjanum Aroni Jóhannssyni fyrir tæpum áratug, en athygli vakti þegar Aron valdi að spila fyrir Bandaríkin fram yfir Ísland, en hann var gjaldgengur í bandaríska liðið vegna þess að fæddist vestra. Þrátt fyrir að vera tengdari Bandaríkjunum en Aron var á sínum tíma segir William Cole landslið Íslands vera betri kostinn. Ekki síst þar sem hann geti fetað í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Rakel Björk Ögmundsdóttir, móðir Williams Cole, í leik með Breiðabliki um aldamótin.Mynd/Blikar.is Rakel skoraði alls 41 mark í 33 leikjum fyrir Breiðablik árin 1997 til 2000 og varð Íslandsmeistari með liðinu síðasta árið. Hún spilaði hins vegar ekki annan fótboltaleik á Íslandi eftir sumarið 2000, hvorki með félagsliði né landsliði, þar sem hún flutti til Bandaríkjanna árið eftir. „Mig langar að spila fyrir Ísland af því að mamma mín var í kvennalandsliðinu. Ef ég mun spila fyrir Ísland mun ég keppa við Frakkland, Þýskaland og svona stór lið, en í Bandaríkjunum myndi ég spila miklu meira á móti Mexíkó og suðrænum amerískum liðum,“ „Ef ég get yrði ég mjög ánægður að spila fyrir Ísland og berjast fyrir mitt lið.“ segir William Cole. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira