Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2021 14:15 Roberto Firmino og Fabinho gætu misst af stórleikjum með Liverpool vegna sóttvarnareglna í Englandi. Vísir/Getty Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30