Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 12:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Júlíus Sigurjónsson Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. „Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
„Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira