Tökum þátt í að forða loftslagshörmungum Guðjón Sigurbjartsson skrifar 15. ágúst 2021 12:30 Ný skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána staðfestir að loftslagið er að hitna hratt og stórauka þarf aðgerðir til að forða ólýsanlegum hörmungum fyrir lífið á jörðinni næstu áratugi. Við Íslendingar erum að losa hlutfallslega mikið og getum ekki verið stikkfrí. Góðu fréttirnar eru að við getum vel orðið kolefnishlutlaus og við búum yfir sérþekkingu og aðstöðu sem getur nýst öðrum þjóðum þannig að umskiptin geta verið fjárhagslega jákvæð fyrir okkur, ef við viljum. Vandinn Ef losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) heldur áfram að vaxa eins og hún hefur gert frá 1850 mun andrúmsloftið hlýna um 6°C fyrir næstu aldamót, sem mun raska öllu lífi á jörðinni. Á heimsvísu er meðallosun GHL á persónu á ári um 4 tonn, 8 tonn í Evrópu og 18 tonn í Bandaríkjunum. Við Íslendingar losum heil 44 tonn á mann á ári. Einungis olíuríkið Qatar losar meira. Með Parísarsamkomulaginu frá 2015 settu ríki heims sér það sameiginlega markmið að draga nægilega mikið úr losun GHL til að hnattræn hlýnun haldist innan við 2°C. Talið er hæpið að það náist nema með stórauknum aðgerðum. Losum minna Losun GHL á Íslandi verður um 14 milljón tonn (MT) í ár og skiptist gróflega svona, sjá töflu 1. Langmest losun GHL er frá þurrkuðu votlendi eða um 9 MT á ári. Aðeins um 15% af þessu landi er nýtt í þágu matvælaframleiðslu. Minnka má losun um 6,6 MT á ári með endurheimt votlendis. Votlendissjóður greiðir framkvæmdakostnaðinn en til að verulegur skriður komist á þarf væntanlega að umbuna landeigendum og bændum betur og ýta á eftir með kröfum. Hér er miðað við að 1 ma. kr. á ári í 10 ár dugi til að endurheimta megnið af ónotuðu votlendi. Losunfrá iðnaði, landbúnaði og úrgangi getur minnkað talsvert, segjum 1 MT á ári samtals. Lauslega er hér áætlað að kostnaður ríkissjóðs af þessum aðgerðum verði 1 ma.kr. á ári í 10 ár. Við búum að umhverfisvænni raf- og hitaorku. Orkuskipti í samgöngum erukomin vel á veg með rafbílavæðingu. Lausnir fyrir skip og jafnvel flug eru í sjónmáli. Unnið er að eflingu almenningssamgangna. Árið 2030 verður nýskráning bensín- og díselbíla óheimil. Eftir 10 ár má ætla að um helmingur samgangna verði á umhverfivænni orku. Losun GHL frá þessum flokkum mun minnka um nálægt 0,9 MT á ári, á næstu árum. Kostnaður skattgreiðenda gæti orðið nálægt 2 ma. kr. á ári, næstu 10 ár, gróft skotið. Samkvæmt ofangreindu getum við minnkað losun GHL á næstu 10 árum, úr 14 MT á ári í um 5,5 MT.Samt verður losun hér enn um 16 þúsund tonn á persónu á ári sem er meiri en losun Evrópubúa nú, að meðaltali (8). Bindum meira Við getum sem sagt ekki náð kolefnishlutleysi með því bara að minnka losun GHL. Við þurfum því að auka bindingu GHL og það um 5,5 MT á ári. Tafla 2 sýnir nokkrar mismunandi leiðir að því marki. Stöðvun lausagöngu búfjár eykur náttúrulega gróðurþekju landsins, samanber Þórsmörk og landnám Ingólfs. Gerum hér ráð fyrir að 5.000 km2 grói upp, sem myndi næga til að binda 1 MT á ári. Kostnaður opinberra sjóða við girðingar og bætur til sauðfjárbænda gætu gróft skotið numið um 1 ma.kr. á ári í 5 ár og einhverju eftir það. Á móti kemur að lækka mætti framlög til Landgræðslunnar sem nema rúmum 5 ma.kr. á ári um svipaða upphæð. Nettó núll hér, en líklega verður fjárhagslegur ávinningur af stöðvun lausagöngu. Kolefnisbinding á landgræðslusvæðum er metin 275 tonn á 1 km2 á ári. Hraðvirkast virðist að nota lúpínu. Til að binda 1 MT á ári mætti sá lúpínu í 500 km2 á ári í 5 ár og láta hana svo sá sér sjálfri upp í 5.000 km2. Kostnaðurinn yrði 1 ma.kr. á ári í 5 ár, og einhver við umsjón eftir það. Skógar þekja í dag um 2% af flatarmáli Íslands eða 2000 km2. Kolefnisbinding skóga er misjöfn eftir trjátegundum, aldri ofl. Hér er gengið út frá 144 tonna bindingu á 1 km2 á ári. Til að binda 1 MT á ári til viðbótar þarf að fimmfalda skógarþekjuna, í 10% landsins eða 10.000 km2. Stofnkostnaðar yrði lauslega áætlað um 30 ma.kr. á ári í 10 ár og það tekur skóga um 30 ár að komast í hámarks bindingu. Ofangreindar leiðir að bindingu GHL ganga allar út á að nýta gróður til þess, sem um leið fegrar landið og eykur skjól, sem skiptir verulegu máli hér í norðrinu. Carbfix hefur þróað niðurdælingu GHL í berg. Kostnaður við að binda 1 MT af GHL með þeim hætti er 3 ma.kr. Lítið landsvæði fer í þessa starfsemi. Þessi kostnaður félli til á meðan dælt yrði niður, en aukinn gróður, samanber ofangreint, verður sjálfbærari. Heildarkostnaðurinn er ekki svo mikill Ofangreindur samanburður er grófur og ónákvæmur en gefur vonandi vísbendingar. Sáning lúpínu og stöðvun laugagöngu búfjár eru lang hagkvæmustu aðgerðirnar. Fara þarf allar ofangreindar leiðir í bland og aðrar sem kunna að vera færar, að markmiðinu sem er að ná að minnsta kosti 5 MT bindingu GHL á ári. Árlegur kostnaður er eftir blöndu aðferða. Hugsanlega yrði hann um 10 ma.kr. á ári í 5-10 ár, sem er aðeins 0,3% af landsframleiðslu. Til viðbótar er auðvitað ýmislegt svo sem endurnýjun bílaflota sem að hluta er eðlileg endurnýjun. En það eru fjárhagsleg tækifæri í öflugum aðgerðum. Við getum hjálpað öðrum Við Íslendingar getum ekki bara náð kolefnishlutleysi heldur líka hjálpað öðrum að minnka sína losun og haft af því verulegan fjárhagslegan ávinning. Hér eru nokkrar leiðir. Hitaveitur Margir hér búa yfir sérþekkingu og reynsla varðandi hitaveitur sem er eftirsótt víða um heim. Fólk héðan er þegar í Kína og víðar að vinna við að koma upp stórum hitaveitum sem draga úr kolakyndingu. Vindmyllugarðar Raforka framleidd með vindorku í vindmyllugörðum er umhverfisvæn og kostnaðarverðið orðið samkeppnisfært við vatnsorku. Ísland er vindasamt og nýting vindorkuvera óvenju góð.Vindorkuver hér með 1000 MW uppsettu afli sem leysir af hólmi raforkuver sem keyrt er á jarðefnaeldsneyti, minnka losun GHL um 4 MT á ári nettó, lauslega áætlað. Raforka frá vindmyllugörðum yrði eftirsótt svo sem til að knýja gagnaver, framleiðsla vetni sem væntanlega verður bráðlega helsti orkugjafinn fyrir stóra bíla, skip og flugvélar. Einnig gætum við flutt út orku um sæstreng til Evrópu. Við getum án verulegra sjónrænna umhverfisáhrifa komið hér fyrir á völdum stöðum mörg þúsund MW vinorkuverum. Carbfix tæknin er þegar orðin útsöluvara. Við getum sem sagt ekki bara náð kolefnishlutleysi á næstu árum, heldur á sama tíma bætt náttúru landsins og hjálpað öðrum þjóðum að draga úr losun. Krefjumst aðgerða og veljum rétt í kosningunum Við almenningur getum gert margt fyrir umhverfið svo sem skipt yfir á rafmagnsbíl, notað virka ferðamáta í stað bíla, fjarfundi, minnkað kjötneyslu, dregið úr plastnotkun og fleira. Loftlagsvandinn er hins vegar það stór að þjóðir heims verða að grípa til yfirgripsmikilla aðgerða, samanber ofangreint. Við almenningur þurfum að þrýsta á stjórnmálafólk og velja í komandi kosningum þá stjórnmálaflokka sem taka loftlagsmálin föstum tökum. Sumir flokkanna tala skýrt í þessum málum, í þágu almennings. Aðrir flokkar gera jafnvel lítið úr vandanum og tala óljóst til að verja sérhagsmuni fárra. Við skulum ekki kjósa þá flokka heldur hina sem tala skýrt svo sem Píratar sem taka umhverfismálin mjög alvarlega og hafa sett fram skýra stefnu sem vitnar um vilja til að gera það sem gera þarf. Veldu rétt í þágu loftslagsins 25. september. Tilvísanir: Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðirnar – Ný skýrsla um loftlagsbreytingar http://umhverfisstofnun.is/ https://www.skogur.is/ https://www.votlendi.is/ https://www.carbfix.com Bill Gates - How to avoid a climate disaster Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ný skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána staðfestir að loftslagið er að hitna hratt og stórauka þarf aðgerðir til að forða ólýsanlegum hörmungum fyrir lífið á jörðinni næstu áratugi. Við Íslendingar erum að losa hlutfallslega mikið og getum ekki verið stikkfrí. Góðu fréttirnar eru að við getum vel orðið kolefnishlutlaus og við búum yfir sérþekkingu og aðstöðu sem getur nýst öðrum þjóðum þannig að umskiptin geta verið fjárhagslega jákvæð fyrir okkur, ef við viljum. Vandinn Ef losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) heldur áfram að vaxa eins og hún hefur gert frá 1850 mun andrúmsloftið hlýna um 6°C fyrir næstu aldamót, sem mun raska öllu lífi á jörðinni. Á heimsvísu er meðallosun GHL á persónu á ári um 4 tonn, 8 tonn í Evrópu og 18 tonn í Bandaríkjunum. Við Íslendingar losum heil 44 tonn á mann á ári. Einungis olíuríkið Qatar losar meira. Með Parísarsamkomulaginu frá 2015 settu ríki heims sér það sameiginlega markmið að draga nægilega mikið úr losun GHL til að hnattræn hlýnun haldist innan við 2°C. Talið er hæpið að það náist nema með stórauknum aðgerðum. Losum minna Losun GHL á Íslandi verður um 14 milljón tonn (MT) í ár og skiptist gróflega svona, sjá töflu 1. Langmest losun GHL er frá þurrkuðu votlendi eða um 9 MT á ári. Aðeins um 15% af þessu landi er nýtt í þágu matvælaframleiðslu. Minnka má losun um 6,6 MT á ári með endurheimt votlendis. Votlendissjóður greiðir framkvæmdakostnaðinn en til að verulegur skriður komist á þarf væntanlega að umbuna landeigendum og bændum betur og ýta á eftir með kröfum. Hér er miðað við að 1 ma. kr. á ári í 10 ár dugi til að endurheimta megnið af ónotuðu votlendi. Losunfrá iðnaði, landbúnaði og úrgangi getur minnkað talsvert, segjum 1 MT á ári samtals. Lauslega er hér áætlað að kostnaður ríkissjóðs af þessum aðgerðum verði 1 ma.kr. á ári í 10 ár. Við búum að umhverfisvænni raf- og hitaorku. Orkuskipti í samgöngum erukomin vel á veg með rafbílavæðingu. Lausnir fyrir skip og jafnvel flug eru í sjónmáli. Unnið er að eflingu almenningssamgangna. Árið 2030 verður nýskráning bensín- og díselbíla óheimil. Eftir 10 ár má ætla að um helmingur samgangna verði á umhverfivænni orku. Losun GHL frá þessum flokkum mun minnka um nálægt 0,9 MT á ári, á næstu árum. Kostnaður skattgreiðenda gæti orðið nálægt 2 ma. kr. á ári, næstu 10 ár, gróft skotið. Samkvæmt ofangreindu getum við minnkað losun GHL á næstu 10 árum, úr 14 MT á ári í um 5,5 MT.Samt verður losun hér enn um 16 þúsund tonn á persónu á ári sem er meiri en losun Evrópubúa nú, að meðaltali (8). Bindum meira Við getum sem sagt ekki náð kolefnishlutleysi með því bara að minnka losun GHL. Við þurfum því að auka bindingu GHL og það um 5,5 MT á ári. Tafla 2 sýnir nokkrar mismunandi leiðir að því marki. Stöðvun lausagöngu búfjár eykur náttúrulega gróðurþekju landsins, samanber Þórsmörk og landnám Ingólfs. Gerum hér ráð fyrir að 5.000 km2 grói upp, sem myndi næga til að binda 1 MT á ári. Kostnaður opinberra sjóða við girðingar og bætur til sauðfjárbænda gætu gróft skotið numið um 1 ma.kr. á ári í 5 ár og einhverju eftir það. Á móti kemur að lækka mætti framlög til Landgræðslunnar sem nema rúmum 5 ma.kr. á ári um svipaða upphæð. Nettó núll hér, en líklega verður fjárhagslegur ávinningur af stöðvun lausagöngu. Kolefnisbinding á landgræðslusvæðum er metin 275 tonn á 1 km2 á ári. Hraðvirkast virðist að nota lúpínu. Til að binda 1 MT á ári mætti sá lúpínu í 500 km2 á ári í 5 ár og láta hana svo sá sér sjálfri upp í 5.000 km2. Kostnaðurinn yrði 1 ma.kr. á ári í 5 ár, og einhver við umsjón eftir það. Skógar þekja í dag um 2% af flatarmáli Íslands eða 2000 km2. Kolefnisbinding skóga er misjöfn eftir trjátegundum, aldri ofl. Hér er gengið út frá 144 tonna bindingu á 1 km2 á ári. Til að binda 1 MT á ári til viðbótar þarf að fimmfalda skógarþekjuna, í 10% landsins eða 10.000 km2. Stofnkostnaðar yrði lauslega áætlað um 30 ma.kr. á ári í 10 ár og það tekur skóga um 30 ár að komast í hámarks bindingu. Ofangreindar leiðir að bindingu GHL ganga allar út á að nýta gróður til þess, sem um leið fegrar landið og eykur skjól, sem skiptir verulegu máli hér í norðrinu. Carbfix hefur þróað niðurdælingu GHL í berg. Kostnaður við að binda 1 MT af GHL með þeim hætti er 3 ma.kr. Lítið landsvæði fer í þessa starfsemi. Þessi kostnaður félli til á meðan dælt yrði niður, en aukinn gróður, samanber ofangreint, verður sjálfbærari. Heildarkostnaðurinn er ekki svo mikill Ofangreindur samanburður er grófur og ónákvæmur en gefur vonandi vísbendingar. Sáning lúpínu og stöðvun laugagöngu búfjár eru lang hagkvæmustu aðgerðirnar. Fara þarf allar ofangreindar leiðir í bland og aðrar sem kunna að vera færar, að markmiðinu sem er að ná að minnsta kosti 5 MT bindingu GHL á ári. Árlegur kostnaður er eftir blöndu aðferða. Hugsanlega yrði hann um 10 ma.kr. á ári í 5-10 ár, sem er aðeins 0,3% af landsframleiðslu. Til viðbótar er auðvitað ýmislegt svo sem endurnýjun bílaflota sem að hluta er eðlileg endurnýjun. En það eru fjárhagsleg tækifæri í öflugum aðgerðum. Við getum hjálpað öðrum Við Íslendingar getum ekki bara náð kolefnishlutleysi heldur líka hjálpað öðrum að minnka sína losun og haft af því verulegan fjárhagslegan ávinning. Hér eru nokkrar leiðir. Hitaveitur Margir hér búa yfir sérþekkingu og reynsla varðandi hitaveitur sem er eftirsótt víða um heim. Fólk héðan er þegar í Kína og víðar að vinna við að koma upp stórum hitaveitum sem draga úr kolakyndingu. Vindmyllugarðar Raforka framleidd með vindorku í vindmyllugörðum er umhverfisvæn og kostnaðarverðið orðið samkeppnisfært við vatnsorku. Ísland er vindasamt og nýting vindorkuvera óvenju góð.Vindorkuver hér með 1000 MW uppsettu afli sem leysir af hólmi raforkuver sem keyrt er á jarðefnaeldsneyti, minnka losun GHL um 4 MT á ári nettó, lauslega áætlað. Raforka frá vindmyllugörðum yrði eftirsótt svo sem til að knýja gagnaver, framleiðsla vetni sem væntanlega verður bráðlega helsti orkugjafinn fyrir stóra bíla, skip og flugvélar. Einnig gætum við flutt út orku um sæstreng til Evrópu. Við getum án verulegra sjónrænna umhverfisáhrifa komið hér fyrir á völdum stöðum mörg þúsund MW vinorkuverum. Carbfix tæknin er þegar orðin útsöluvara. Við getum sem sagt ekki bara náð kolefnishlutleysi á næstu árum, heldur á sama tíma bætt náttúru landsins og hjálpað öðrum þjóðum að draga úr losun. Krefjumst aðgerða og veljum rétt í kosningunum Við almenningur getum gert margt fyrir umhverfið svo sem skipt yfir á rafmagnsbíl, notað virka ferðamáta í stað bíla, fjarfundi, minnkað kjötneyslu, dregið úr plastnotkun og fleira. Loftlagsvandinn er hins vegar það stór að þjóðir heims verða að grípa til yfirgripsmikilla aðgerða, samanber ofangreint. Við almenningur þurfum að þrýsta á stjórnmálafólk og velja í komandi kosningum þá stjórnmálaflokka sem taka loftlagsmálin föstum tökum. Sumir flokkanna tala skýrt í þessum málum, í þágu almennings. Aðrir flokkar gera jafnvel lítið úr vandanum og tala óljóst til að verja sérhagsmuni fárra. Við skulum ekki kjósa þá flokka heldur hina sem tala skýrt svo sem Píratar sem taka umhverfismálin mjög alvarlega og hafa sett fram skýra stefnu sem vitnar um vilja til að gera það sem gera þarf. Veldu rétt í þágu loftslagsins 25. september. Tilvísanir: Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðirnar – Ný skýrsla um loftlagsbreytingar http://umhverfisstofnun.is/ https://www.skogur.is/ https://www.votlendi.is/ https://www.carbfix.com Bill Gates - How to avoid a climate disaster Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar