Innlent

Nokkur erill hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar í dag

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Fljótshlíð rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna fjórhjólaslyss en ákveðið var að fara frekar í Landeyjar þar sem kona hafði slasast í útreiðartúr.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir tilkynningu hafa borist rétt eftir að áhöfn þyrlunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir fyrsta útkall dagsins. 

Ásgeir segir að sá sem slasaðist í fjórhjólaslysinu hafi verið stöðugur og að unnt hafi verið að flytja hann til aðhlynningar með sjúkrabíl.

Því hafi verið ákveðið að sækja frekar konu sem slasast hafði í hestaslysi í Landeyjum. Þyrlan kom konunni á Landspítala í Fossvogi.

Frekari upplýsingar um líðan fjórhjólamannsins og hestakonunnar liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×