Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir tilkynningu hafa borist rétt eftir klukkan eitt vegna veikinda í Úthlíð. Um er ræða einstakling sem hafði verið á hlaupum og misst meðvitund.
Ásgeir segir aðeins hafa liðið tuttugu mínútur frá því að útkallið barst og þar til þyrlan var mætt á staðinn.
Samkvæmt heimildum fréttastofu var það björgunarþyrlan TF-GNA sem var send í útkallið.
Frekari upplýsingar um líðan hlauparans liggja ekki fyrir.