Íslendingar erlendis hafi samband við sendiráð áður en gengið er til atkvæðagreiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, hvetur Íslendinga erlendis til að hafa samband við sendiráð eða kjörræðismenn sína áður en þeir hyggjast greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum í dag og í sendiráðum Íslands erlendis. Boðað var formlega til Alþingiskosninga í gær sem fara fram þann 25. september. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“ Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“
Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07
Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13