Fór í kynleiðréttingu og er nú kominn á atvinnumannasamning hjá karlaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:15 Loui Sand, þá Louise Sand skorar hér fyrir sænska kvennalandsliðið í handbolta. EPA-EFE/EDDY LEMAISTRE Loui Sand, áður Louise Sand, hefur fengið samning hjá sænska handboltaliðinu Kärra HF. Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu. Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu.
Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira