Fjórtán ára með þrjátíu sláttugarða í áskrift á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2021 20:11 Böðvar er með um 30 garða í áskrift á Selfossi, sem hann slær reglulega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjórtán ára strákur á Selfossi hefur haft nóg að gera í sumar við að slá garða fyrir íbúa bæjarins. Hann fer á milli húsa á vespunni sinni með sláttuvélina á kerru aftan í. Mikil ánægja er með þjónustu stráksins. Böðvar Thor Guðmundsson dó ekki ráðalaus í sumar þegar hann var að spá í hvað hann ætti að gera til að afla sér peninga. Hann ákvað að bjóða upp á slátt í görðum á Selfossi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann setur grasið líka í poka og kemur því í burtu. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Ég er að slá svona þrjátíu garða í áskrift á tveggja vikna fresti. Ég var að nota áður sláttuvélina hjá afa mínum og hann smíðaði kerru fyrir mig sem ég festi aftan í vespu þar sem ég keyri um og slæ garða fyrir fólk en nú er ég með nýja og kraftmeiri vél“, segir Böðvar. Böðvari hefur gengið vel að slá í sumar og er duglegur að safna sér peningum, sem fara væntanlega í kaup á bíl þegar hann verður 17 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt honum í hug að fara út í þessa vinnu? „Þetta byrjaði fyrst með því að slá hjá afa og ömmu og síðan hjá frænku minni og síðan poppaði upp einhver hugmynd um að ég færi að bjóða upp á þessa þjónustu og ég ákvað því bara að slá til.“ En hvað ætlar Böðvar að gera við peningana, sem hann hefur safnað í sumar í slættinum ? „Ég er aðallega að safna núna en það endar sennilega bara með því að ég kaupi mér bíl þegar ég verð orðinn 17 ára,“ segir Böðvar. Mikil ánægja er með sláttinn hjá Böðvari hjá viðskiptavinum hans. „Já, þetta er bara til fyrirmyndar og frábært að sjá hvað Böðvar er að standa sig vel og er samviskusamur. Það er líka gaman að geta styrkt unga fólkið með því að fá hann til að slá,“ segir Kristinn Gunnarsson í tjarnahverfinu á Selfossi. Kristinn Gunnarsson gefur Böðvari sín bestu meðmæli í slættinum. Árborg Krakkar Garðyrkja Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Böðvar Thor Guðmundsson dó ekki ráðalaus í sumar þegar hann var að spá í hvað hann ætti að gera til að afla sér peninga. Hann ákvað að bjóða upp á slátt í görðum á Selfossi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann setur grasið líka í poka og kemur því í burtu. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Ég er að slá svona þrjátíu garða í áskrift á tveggja vikna fresti. Ég var að nota áður sláttuvélina hjá afa mínum og hann smíðaði kerru fyrir mig sem ég festi aftan í vespu þar sem ég keyri um og slæ garða fyrir fólk en nú er ég með nýja og kraftmeiri vél“, segir Böðvar. Böðvari hefur gengið vel að slá í sumar og er duglegur að safna sér peningum, sem fara væntanlega í kaup á bíl þegar hann verður 17 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt honum í hug að fara út í þessa vinnu? „Þetta byrjaði fyrst með því að slá hjá afa og ömmu og síðan hjá frænku minni og síðan poppaði upp einhver hugmynd um að ég færi að bjóða upp á þessa þjónustu og ég ákvað því bara að slá til.“ En hvað ætlar Böðvar að gera við peningana, sem hann hefur safnað í sumar í slættinum ? „Ég er aðallega að safna núna en það endar sennilega bara með því að ég kaupi mér bíl þegar ég verð orðinn 17 ára,“ segir Böðvar. Mikil ánægja er með sláttinn hjá Böðvari hjá viðskiptavinum hans. „Já, þetta er bara til fyrirmyndar og frábært að sjá hvað Böðvar er að standa sig vel og er samviskusamur. Það er líka gaman að geta styrkt unga fólkið með því að fá hann til að slá,“ segir Kristinn Gunnarsson í tjarnahverfinu á Selfossi. Kristinn Gunnarsson gefur Böðvari sín bestu meðmæli í slættinum.
Árborg Krakkar Garðyrkja Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira