Erlent

Trudeau sagður hyggjast boða til kosninga

Heimir Már Pétursson skrifar
Justin Trudeau forsætisráðherra ku hyggjast boða til kosninga.
Justin Trudeau forsætisráðherra ku hyggjast boða til kosninga. Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency/Getty

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sagður ætla að boða til skyndikosninga til kanadíska þingsins næstkomandi sunnudag. Þá er stefnt á að kosningarnar fari fram hinn 20. september.

Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni í herbúðum forsætisráðherrans. 

Frjálslyndi flokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á kanadíska þinginu þegar kosið var fyrir tveimur árum. Trudeau hefur því þurft að reiða sig á stuðning annarra flokka til að koma málum í gegnum þingið. 

Persónufylgi Trudeau hefur dalað á undanförnum árum en flokkur hans er þó almennt talinn hafa staðið sig vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og bólusetningar hafa gengið vel. 

Enda eiga Kanadamenn bóluefni sem dugar til að bólusetja ríflega alla þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×