Fundust eftir mánuð á fjalli: „Þarna bara birtast þau bara allt í einu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 22:31 Hér má sjá þrjú af hrossunum fimm sem týndust. Fimm hross fundust loks í dag, rétt tæpum mánuði eftir að þau fældust og hlupu á fjöll þann 13. júlí síðastliðinn. Eigandi hrossanna segist gríðarlega fegin að hafa loksins fundið þau. Næst á dagskrá sé að sækja þau. „Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað. Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
„Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað.
Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira