Reginn hefur hagnast um rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna það sem af er ári Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 10:18 Smáralind er stærsta einstaka eign Regins. Vísir/Arnar Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 12. ágúst 2021. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.524 milljónir króna og hækkar um 16 prósent frá sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu frá Regin segir að afkoma félagsins sé í samræmi við áætlanir og reksturinn sé traustur og fjárhagur sterkur. Greinileg og sterk batamerki séu í viðskiptaumhverfi félagsins. Áhrif Covid-19 minnka Samkvæmt tilkynningunni gætir enn nokkurra Covid-19 áhrifa í rekstri félagsins en að þau séu takmörkuð og í takt við áætlanir. Þá segir að greiðslugeta og greiðsluvilji viðskiptamanna félagsins sé að mestu kominn í eðlilegt horf. Eignasafn Regins er metið á 153 milljarða króna Reginn á alls 113 fasteignir sem eru alls um 382 þúsund fermetrar. Heildarvirði eignanna er 153.235 milljónir króna. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 96% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Það er mat stjórnenda að enn gæti óvissu sem tengist Covid-19 faraldrinum en hún fari minnkandi. Forsendur um áhrif innlendrar og erlendrar eftirspurnar á sjóðstreymi einstakra eigna hafa verið endurmetnar. Stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á horfur framundan Fjárhagsstaða félagsins er sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála, eiginfjárhlutfall 31,1 prósent en skilyrði er 25 prósent. Í lok tímabilsins var handbært fé 2.144 milljónir króna og auk þess hafði félagið aðgang að ónýttum lánalínum að fjárhæð 4.700 milljónir króna í lok tímabilsins. Góður árangur hefur náðst í rekstri eigna félagsins sem og rekstri í fasteignum. Hluta af þeim árangri má rekja til aukinna áherslna á sjálfbærni og vottun eignasafnsins. Á fyrri helming ársins hafa verið gerðir leigusamningar vegna 13.700 m2 sem er um þriðjungs aukning frá sama tímabili fyrir ári. Hefur sótt 28 milljarða lánsfjármagns á árinu Reginn hefur sótt sér 28 milljarða króna lánsfjármagn, bæði hjá lánastofnunum og með skuldabréfaútgáfum. Sé litið til síðustu tveggja ára hefur félagið sótt sér 58 milljarða króna í hagstæðari fjármögnun og þannig lækkað meðalvexti verðtryggðra lána um eitt prósentustig á sama tímabili. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Kauphöllin Reginn Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Í tilkynningu frá Regin segir að afkoma félagsins sé í samræmi við áætlanir og reksturinn sé traustur og fjárhagur sterkur. Greinileg og sterk batamerki séu í viðskiptaumhverfi félagsins. Áhrif Covid-19 minnka Samkvæmt tilkynningunni gætir enn nokkurra Covid-19 áhrifa í rekstri félagsins en að þau séu takmörkuð og í takt við áætlanir. Þá segir að greiðslugeta og greiðsluvilji viðskiptamanna félagsins sé að mestu kominn í eðlilegt horf. Eignasafn Regins er metið á 153 milljarða króna Reginn á alls 113 fasteignir sem eru alls um 382 þúsund fermetrar. Heildarvirði eignanna er 153.235 milljónir króna. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 96% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Það er mat stjórnenda að enn gæti óvissu sem tengist Covid-19 faraldrinum en hún fari minnkandi. Forsendur um áhrif innlendrar og erlendrar eftirspurnar á sjóðstreymi einstakra eigna hafa verið endurmetnar. Stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á horfur framundan Fjárhagsstaða félagsins er sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála, eiginfjárhlutfall 31,1 prósent en skilyrði er 25 prósent. Í lok tímabilsins var handbært fé 2.144 milljónir króna og auk þess hafði félagið aðgang að ónýttum lánalínum að fjárhæð 4.700 milljónir króna í lok tímabilsins. Góður árangur hefur náðst í rekstri eigna félagsins sem og rekstri í fasteignum. Hluta af þeim árangri má rekja til aukinna áherslna á sjálfbærni og vottun eignasafnsins. Á fyrri helming ársins hafa verið gerðir leigusamningar vegna 13.700 m2 sem er um þriðjungs aukning frá sama tímabili fyrir ári. Hefur sótt 28 milljarða lánsfjármagns á árinu Reginn hefur sótt sér 28 milljarða króna lánsfjármagn, bæði hjá lánastofnunum og með skuldabréfaútgáfum. Sé litið til síðustu tveggja ára hefur félagið sótt sér 58 milljarða króna í hagstæðari fjármögnun og þannig lækkað meðalvexti verðtryggðra lána um eitt prósentustig á sama tímabili.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Kauphöllin Reginn Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira