Hið raunverulega lím ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:31 Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun