Hefur áhyggjur af stolnum byssum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 20:36 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áhyggjur af vélbyssusöfnurum. Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. „Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira