Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 19:43 Sigtryggur Ari ásamt dóttur sinni, Þórdísi Önnu. Aðsend Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Sigtryggur Ari lýsir því í samtali við fréttastofu að dóttir hans, Þórdís Anna, hafi misst lyktarskynið á sunnudeginum um verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá hafi hún verið með væg og óljós einkenni, sem Sigtryggur segir að hefðu allt eins geta skýrst af astma hennar. Þórdís Anna er óbólusett, enda hafa börn undir 15 ára aldri almennt ekki verið bólusett hér á landi. „Um leið og hún missti lyktarskynið þá fórum við beint og pöntuðum skimun, og fórum í skimun á mánudeginum. Ég fékk niðurstöðu strax um að ég væri ekki smitaður og hún fékk morguninn eftir. Þá var hringt í okkur og sagt að hún væri með Covid, og í einangrum til mánudagsins 16. ágúst, að því gefnu að hún hafi verið einkennalaus í sjö daga,“ segir Sigtryggur Ari. Hann bætir að dóttir hans hafi hætt að sýna einkenni afar fljótlega, sem gæti passað, þar sem hún hafði verið með væg einkenni áður en lyktarskynið fór. Ætlar ekki að sitja þarna til jóla „Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri mögulegt að einangruninni sé lokið, sjö dögum frá því maður verður einkennalaus,“ segir Sigtryggur Ari. Hann hafi því sent skilaboð á Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, beðið í tvo daga en engin svör fengið. „Ég prófa að hringja í göngudeild Covid, þau segja að það sé neyðarnúmer og að ég eigi ekki að hringja þangað. Þá svarar heilsugæslan og segir mér að hafa samband við Covid.is. Ég geri það og þau segja að ég eigi að tala við göngudeildina,“ segir Sigtryggur Ari. Því virðist sem hver aðili hafi bent á annan í málinu. Sigtryggur Ari segir ekkert mál fyrir dóttur hans að klára einangrunina og hann að taka út sína sóttkví á meðan, þó í raun megi segja að hann sé með henni í einangrun. Honum leiki þó forvitni á að vita hversu langt sé hægt að ganga í að setja fullfrískt fólk, sem ekki hefur verið skoðað af lækni, í einangrun án þess að skipta sér sérstaklega af því hvenær þeirri einangrun ljúki. „Því ég get alveg lofað þessu fólki að við erum ekkert að fara að sitja þarna til jóla,“ segir Sigtryggur Ari, sem enn kveðst engin svör hafa fengið. Hann segist vera farinn að hallast að því að honum sé ekki stætt á öðru en að útskrifa einkennalausa dóttur sína einfaldlega úr einangrun. „Ef kerfið ætlar ekki að gera það, þá myndi ég þurfa að gera það sjálfur. Sem er kannski bara það sem koma skal, en það veit ég ekkert um. Ég er náttúrulega ekki sóttvarnalæknir,“ segir Sigtryggur Ari. Samkvæmt Covid.is má læknir aðeins aflétta einangrun þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í minnst sjö daga. Þó má læknir aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið einkennalaus frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæði prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í minnst þrjá daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira