Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Hilmar Harðarson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun