Langtíma sóttvarnaaðgerðir ekki kynntar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 08:36 Ríkisstjórnin boðar til fréttamannafundar að loknum ríkisstjórnar- og vinnufundi á Suðurnesjum. Forsætisráðherra reiknar með að þar verði greint frá hvað taki við af sóttvarnaráðstöfunum sem renna úr gildi á föstudag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki reiknað með að í dag verði kynntar sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. En ríkisstjórnin kemur saman til reglulegs fundar á Suðurnesjum í dag og fundar einnig með sveitarstjórnarfólki þar. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira