Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 14:41 Alexander Lúkasjenkó hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands í 26 ár. Getty Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56